Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2015 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Fyrir nokkru kom út myndskeið með fyrrum Ryder Cup fyrirliða Bandaríkjanna, Tom Lehman, þar sem hann djókar um það hvernig það er að spila golf með konunni í lífi sínu.  Tom Lehman er fæddur 7. mars 1959 og því í fiskamerkinu og alger ljúflingur. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 35 alþjóðlegum mótum þar af 9 sinnum á PGA Tour og 1996 á Opna breska. Hann er kvæntur konu sinni Melissu og á með henni 4 börn.

Tom og Melissa Lehman

Tom og Melissa Lehman

Hann segir að það geti verið erfitt að spila golf með konunni sinni eða með hans orðum „tricky“ því maður verði að passa sig hvað maður segi út á velli við hana, ef það eigi ekki að koma niður á sambandinu.

Sérstaklega þegar konan spilar lítið eða er ekki mikið fyrir golf.

Einn brandarinn sem Lehman segir er þegar hann og kona hans tóku þátt í scramble …..

Hér má sjá þetta ágæta myndskeið með Tom Lehman SMELLIÐ HÉR: