Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (33/2020)

Georg er 73 ára og spilar golf á hverjum degi. Eftir einn hringinn segir hann við konuna sína: „Í dag gekk þetta aftur frábærlega, aðeins augun eru að trufla mig, ég sé bara ekki hvar sumir boltarnir lenda og finn þá ekki.“

„Hafðu þá Pétur bróður sem kaddý. Eins og þú veist er hann 90 ára en sér samt eins og haukur.“

Daginn eftir eru Georg og Pétur á fyrsta teig. Georg slær 200 metra dræv. „Sástu hann?“ spyr Georg. „Auðvitað!“ svarar Pétur.

Þeir tveir fara að þeim stað á brautinni þar sem boltinn hefði átt að lenda, en finna hann ekki.

Þá segir Georg: „Ég hélt að þú hefðir séð hvar hann lenti?“

„Auðvitað gerði ég það,“ segir Pétur … „en ég er bara búinn að gleyma hvar!“