Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (32/2020)

Tveir vinir sitja á 19. holunni inni í klúbbhúsinu.

Segir annar við hinn: „Sagðirðu ekki nýlega að þú ætlaðir aldeilis að lesa konu þinni pistilinn að vera sparsamari?“

„Jú, hef þegar gert það.“

„Og hvað kom út úr því?“

„Nú, héðan í frá verð ég að spila með vatnaboltum!“