Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (3/2023)

Einu sinni, að minnsta kosti einu sinni á ævinni, vill Guðmundur ná yfir vatnstorfæruna á fjórtándu.

Hann hefur þegar sökkt hundruðum bolta í þessari tjörn.

Á þessum sunnudagsmorgni bað hann meira að segja: „Kæri Guð, ef þú ert virkilega til, láttu mig komast yfir vatnshindrunina í dag“.

Þegar hann er kominn á fjórtándu braut og tekur einn af gömlu boltunum sínum, sem hann geymir alltaf í vasanum fyrir þessa heimskulegu tjörn, skiljast skýin skyndilega fyrir ofan hann og kröftug rödd hrópar: „Bíddu, bíddu, taktu nýjan, góðan golfbolta.

Guðmundur tekur glænýjan Titleist PRO V1 2021, 1000 krónu bolta, úr umbúðum, og tíar honum upp …

Röddin segir: „Bíddu, bíddu. Taktu æfingarveiflu.

Guðmundur stígur til hliðar og tekur æfingasveiflu.

Röddin segir: „Taktu aðra æfingasveiflu.

Guðmundur tekur aðra æfingasveiflu.

Svo er mjög rólegt í smá stund, þar til röddin segir: „Taktu gamla boltann.