Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (29/2021)

Tvö pör spila klassískan fjórmenning. Félagarnir í hvorri parstvennd fyrir sig skiptast á um að slá boltann.

Karlinn í öðru liðinu nær draumaupphafshöggi sem klýfur par-4 brautina, sem þau eru að spila á og lendir á henni miðri.

Kona mannsins slær boltann langt út í röffið.

Karlinn nær fullkomnu „recovery“-höggi og boltinn lendir svo til upp við pinna.

Konunni tekst samt að pútta 2 metra framhjá holunni.

Maðurinn einpúttar tekur síðan boltann úr holunni og muldrar svekktur: „Við verðum að spila betur, þetta var bara skolli!

Það fýkur í konuna hans, sem svarar: „Hvað ertu að segja mér það!? Ég þurfti aðeins tvö högg, en þú þrjú!!!