Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (24/2020)

Hér er einn gamall og góður:

Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, leggur til við páfann að komast að því með golfmóti hverjir séu betri: Gyðingar eða kaþólikkar.

Páfinn ráðfærir sig við kardínálana sína í Vatíkaninu: „Það besta sem við getum gert er að hringja í  Jack Nicklaus í Ameríku. Við skipum hann kardinála, þá getur hann spilað gegn Netanyahu og sigurinn er vís. “

Allir voru sammála um að framfylgja þessari hugmynd, þar sem páfinn er jú óskeikull.

Hringt er í Jack Nicklaus og honum finnst þetta vera heiður og tekur hlutverkið að sér.

Eftir golfleikinn kemur Nicklaus til Vatíkansins og tilkynnir: „Ég lenti í öðru sæti, yðar heilagleiki.“

Fyrirgefðu ? Aðeins í öðru sæti? “spurði páfinn. „Í öðru sæti á eftir Netanyahu?“, endurtekur páfinn síðan í forundran.

„Nei,“ svaraði Nicklaus, „í öðru sæti á eftir Rabbí Woods.“