Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2019 | 18:30

Golfgrín á laugardegi 2019 (7)

80 ára kylfingur fluttist til nýs bæjar og gerðist félagi í nýjum golfklúbbi. Þegar hann kom í nýja klúbbinn sinn var mikið af félögunum sem horfðu á hann með eftirvæntingu; gamall karl … þetta væri sko náungi sem hægt væri að hafa fé af, með því að fá hann til að leggja undir pening á golfhringjum.

Ekki minnkaði eftirvænting sumra þegar karlinn sagði:

Ég slæ boltann enn vel, en ég á í nokkrum vandræðum með að komast upp úr djúpum bönkerum.

Jæja“ hugsuðu sumir. „Á vellinum okkar eru ekki margar djúpar sandglompur, en það er fullt af grunnum glompum og ef hann á í vandræðum í sandinum, þá er hann auðveld bráð.“

Þegar gamli kom fyrsta daginn sinn á völlinn, beið Harvey eftir honum í klúbbhúsinu.

Viltu taka hring?“ spurði hann gamla manninn. „Og af hverju ekki að gera þetta spennandi; hvað segirðu um að leggja svolítin pening undir?

80 ára karlinn samþykkti og hann og Harvey fóru út á völl.

Hvað þarftu mikið í forgjöf?“ spurði Harvey, sem var aðeins 55 ára.

Ég þarfnast engra aukahögga,“ sagði gamli maðurinn. „Leikur minn er býsna góður. Ég á aðeins við einn vanda að glíma í augnablikinu. Ég á erfitt með að komast upp úr djúpum bönkerum.“

Harvey var ansi góður kylfingur…. en gamli var virkilega góður. Hann sló hvert glæsihöggið á fætur öðru. Ef Harvey hefði ekki verið 25 árum yngri, hefði gamli rassskellt hann.

Gamli sló boltann jafnvel, vel upp úr glompunum.

Hmmmm“ hugsaði Harvey. „Hann sagðist eiga í vandræðum með djúpu glompurnar og við höfum í raun ekki spilað nálægt neinum slíkum… ég verð bara að vera þolinmóður. Ég veit að hann lendir í vandræðum í djúpu bönkerunum, sem eru í kringum 17 flötina.“

Og það var eins og við manninn mælt. Harvey og karlinn komu að par-3 17. holunni jafnir og gamli sló boltann sinn beint ofan í einn af djúpu bönkerunum, reyndar í afar erfiða legu.

Ég er með þetta núna!!!“ hugsaði Harvey glaður, en hann hafði líka átt afleitt högg beint ofan í einn djúpa bönkerinn.

80 ára karlinn renndi sér ofan í nornarpottinn og tók stöðu sína yfir bolta sínum. Hann náði fullkominni sveiflu með lítið svæði að vinna með og fyrir utan að slá boltann upp fór hann beint ofan í holu fyrir fugli!!!!

Harvey hafði séð nóg.

Andsk….!“ hrópaði hann geðillur að gamla, sem var enn í glompunni. „Ég hélt þú ættir í vandræðum með að komast upp úr djúpum bönkerum!!!

Já, mikið rétt,“ sagði gamli karlinn, 80 ára, og rétti aðra hönd sína í áttina að Harvey. „Geturðu hjálpað mér upp úr glompunni?“