Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (2)

Föðurleg ráð

Pabbinn var að tala við son sinn. „Það er kominn tími á að við tölum saman sonur minn.“

Brátt ferð þú að hafa langanir og tilfinningar, sem þú hefir aldrei fundið fyrir áður.“

Hjarta þitt mun hamast og þú munt svitna í lófum.“

Þú verður heltekinn og getur ekki hugsað um neitt annað.“

Hann bætti við: „En ekki hafa áhyggjur, þetta er allt fullkomlega eðlilegt …. þetta er kallað golf.“