Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (13)

Hér kemur enn einn laugardagsbrandari:

Jói kemur með vin sinn í golf til hinna tveggja sem hann spilar venjulega með. Vinir Jóa spyrja hann hvort nýi gaurinn geti eitthvað í golfi?

Jói svarar: „Hann er mjög góður.

Nýi gaurinn slær fyrsta teighögg sitt í runna og vinirnir horfa forviða á Jóa og segja síðan: „Þú sagðir að vinur þinn væri góður kylfingur?

Jói segir: „Fylgist bara með honum.

Næst þegar nýi gaurinn slær nær hann boltanum úr runnanum með 1 höggi beint á flöt, þar sem hann tekur tvö pútt og nær auðveldu pari.

Önnur holan er par-3 hola og sá nýi setur boltann beint í tjörnina. Vinirnir tveir líta yfir til Jóa og segja aftur: „Þú sagðir að hann væri góður?

Jói svarar: „Fylgist bara með honum, hann er frábær kylfingur!

Nýi gaurinn gengur beint ofan í tjörnina og á eftir bolta sínum. Þrjár mínútur líða og ekkert sést til hans. Skyndilega kemur hendi upp úr tjörninni og vinir Jóa hvetja hann til að kafa og bjarga drukknandi vini sínum.

Jói svarar: „Þið skiljið þetta ekki, þetta þýðir aðeins að hann vilji 5-járn!