Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (4)

Tvær konur voru að spila golf einn sólríkan laugardagsmorgun. Þær tíuðu upp á teig og slógu teighögg sín.

Þær horfðu í hryllingi þegar seinni boltinn fór beint í átt að fjórum körlum, sem spiluðu á undan þeim.

Reyndar hitti boltinn einn af mönnunum og hann greip þegar milli lenda sér og veltist um í sársauka.

Önnur kvennann hljóp til mannsins og byrjaði strax að biðjast afsökunar.

Hún útskýrði þá að hún væri sjúkraþjálfari og bauðst til þess að lina „sársaukann“. „

Vinsamlegast leyfðu mér að hjálpa þér, ég er sjúkraþjálfari og ég veit að ég get linað sársauka þinn ef þú vilt bara leyfa mér!

Nei, nei, þetta verður í lagi … ég verð fínn eftir nokkrar mínútur,“ svaraði maðurinn, sem enn lá í fósturstellingunni enn með hendur í skauti sér.

Konan tekur næst til við að „lina sársauka hans“ og nudda hann á auma svæðinu.

Eftir smá stund spyr hún, „Líður þér betur?“

Maðurinn leit upp og svaraði: „já, þetta er mjög gott … en þumalinn á mér er enn sár!