Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (3)

Hér kemur einn gamall og …. ja ég bara veit ekki.  En engu að síður látum hann fjúka:

Herbergið var fullt af ófrískum konum og félögum þeirra.

Lamaze námskeiðið var í „full swing“.

Leiðbeinandi var að kenna konunum rétta öndunartækni við fæðingu og kenna félögum kvennanna hvernig best væri að aðstoða þær í fæðingunni.

Dömur mínar,“ sagði leiðbeinandinn. „Öll hreyfing er góð fyrir ykkur. Og það er sérstaklega gott að fara í göngutúra. Og herrar mínir það væri ekki úr vegi fyrir ykkur að fara í göngutúr með konunum ykkar.“

Það var mjög hljótt í herberginu.

Loks rétti maður í miðjum hópnum upp höndina.

Já?“ spurði leiðbeinandinn.

Spurning mannsins: „Er allt í lagi að hún beri golfpoka á göngutúrnum?