Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (21)

Hér koma nokkrir gamlir og nokkrir ekki svo gamlir:

1 Af hverju segja golfkennararnir alltaf: „Niður með höfuðið?“  … Maður á ekki að sjá þá hlægja.

 

2 Tveir eldri kylfingar sitja í klúbbhúsinu, drekkandi te og eru að tala um golfspil sitt. Segir einn við hinn:„Á þessu tímabili spilaði ég svo illa að ég varð jafnvel að endurnýja gripið á boltaveiðistönginni minni.

 

3 Walter ákveður dag einn að spila á öðrum golfvelli, þar sem enginn þekkir hann. Hann vill komast að því hvort ekki gangi betur á öðrum velli. Þar sem hann er nýr á þessum velli, fær hann sér kylfubera. Eftir hræðilegan hring með fullt af lofthöggum, slæsum og púttum sem fóru framhjá segir hann við kaddýinn sinn: „Ég er örugglega versti kylfingur í heiminum!“ „Nei, nei,“ svarar kaddýinn huggandi rómi. „Því trúi ég ekki! Í öðrum hluta þessarar borgar á að vera kylfingur, sem heitir Walter og allir segja að hann sé versti kylfingur heims!

 

4 Á geðveikrahæli sér vakthafandi læknir þrjá geðveika hlaupa um með kústa, meðan að sá fjórði stendur hlæjandi hjá þeim. Læknirinn spyr hvað um sé að vera og fær svarið: „Ég dró lítinn hring með krít á gólfið og lofaði þeim eftirréttinn minn, sem væri fyrstur að einpútta.

 

5. Kona ein kemur heim til sín og er að springa úr gleði. „Hvað er að?“ spyr eiginmaður hennar. „Ástin mín,“ segir hún „golfkennarinn minn sagði að ég væri með fótleggi eins og tvítug stelpa!“ Það kemur eitthvert torkennilegt suð úr áttinni frá eiginmanninum. „Síðan sagði hann við mig: Þú ert með brjóst eins og þrítug kona.“ Nú fýkur í eiginmanninn: „Og hann hefir ekkert sagt um fjörutíu ára rassgatið þitt?“ „Nei, ástin mín, hann sagði ekkert um þig!