Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2017 (9)

Hjón eru að spila golf saman þegar eiginkonan spyr eins og upp úr þurru: „Elskan, ef ég myndi deyja, myndirðu kvænast aftur?“

Eiginmaðurinn svarar: „Nei, ástin mín.“

Eiginkonan: „Ég er viss um að þú myndir nú samt gera það.“

Eiginmaðurinn: „OK, ég myndi kannski kvænast aftur.“

Eiginkonan: „Myndirðu leyfa henni að sofa í rúminu okkar?“

Eiginmaðurinn svarar: „Ég geri ráð fyrir því.“

Eiginkonan spyr loks: „Myndirðu leyfa henni að nota golfkylfurnar mínar?“

Eiginmaður: „Nei, hún er örvhent!“