Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (18/2023)

Tveir Skotar, Mike og Angus, koma að  vatnstorfæru.

Mike slær – boltinn lendir í miðri tjörninni.

Hann teygir sig í golfpokann sinn og áttar sig á því að hann er búinn með bolta.

Hann spyr síðan Angus hvort hann eigi aukabolta fyrir sig.

Angus lætur hann hafa bolta og boltinn lendir aftur í vatninu.

Þetta endurtekur sig þrisvar sinnum, þá segir Angus: „Mike, þessir boltar kosta mikla peninga. Ég held að þú ættir að x-a þessa holu!

Þá svarar Mike: „Ef þú tímir ekki að kaupa bolta þá ættir þú ekki að spila golf!“