Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (13/2020)

Hér koma nokkrar golfbrandarar:

Brandari nr. 1

2 karlar spila saman golf.

Sá fyrri slær drævið sitt þráðbeint 262 m beint á braut. Síðan slær hann 2. höggið sitt í brautarglompu; hann hefir unnið sér inn 72 m. Síðan slær hann úr bönkernum, glæsihögg beint á flöt, 80 cm frá holu. Hann púttar framhjá og boltinn stöðvast 3,4 m fyrir aftan holuna. Síðan einpúttar hann og setur 3,4 m púttið niður.

Seinni kylfingurinn er forviða. „Þetta er undarlegt spil hjá þér …. fyrst frábært upphafshögg, síðan arfaslæmt högg, síðan aftur frábært högg og síðan byrjendapútt …. hvað er eiginlega að hjá þér?

Sá fyrri svarar: „Ekkert, ég er bara að æfa mig aðeins fyrir helgina, þá er ég í betri bolta keppni með betri helmingnum!“

Brandari nr. 2

Syrgjendurnir eru við gröf eins golfvinar síns.

Eftir útfararræðuna stígur einn af golfvinunum að opinni gröfinni og kastar golffána í hana.

Af hverju ertu að gera þetta?“ er hann spurður.

Hann svarar: „Stærsta ósk hans var alltaf að hann lægi dauður við flaggið.“

Brandari nr. 3

Kylfingur nr. 1: „Ég fékk 14 kylfur fyrir konuna mína.“

Kylfingur nr. 2: „Það voru góð skipti!“