Magnús Birgisson, golfkennari, að kenna ungum kylfingi undirstöðuna í SNAG. Mynd: gsimyndir.net Golfdagar í Kringlunni 12.-14. maí 2016
Það verður mikið um að vera á golfdögum Kringlunnar og GSÍ sem fram fara dagana 12. -14. maí n.k. Golfdagar í Kringlunni hafa nú fest sig í sessi á vordögum enda gríðarlega vinsælir og hafa laðað að mikinn fjölda gesta. Á fjórða tug verslana verða með golftengd tilboð á þessum dögum og margar verslanir tengja útstillingar í verslunum sínum golfíþróttinni með skemmtilegum hætti.
Golfdagar Kringlunnar og GSÍ ná hátindi laugardaginn 14. maí. Á þeim degi verða fulltrúar frá fjölda golfklúbba í göngugötu Kringlunnar og kynna þar starfsemi sína á sérstakri golfsýningu. Samhliða á þeim degi verður boðið upp á ýmsar golfþrautir, kynningar, fræðslu, leiki og keppnir. Þar verður m.a. keppt um lengsta upphafshöggið í sérstökum golfhermi sem settur verður upp á staðnum. Einnig verður púttkeppni og afrekskylfingar á vegum GSÍ leiðbeina gestum á púttflötum sem settar verða upp.
Annað árið í röð fer fram Íslandsmót í því að halda bolta á lofti
Einnig verða þar ýmsir þjónustu- og söluaðilar sem munu kynna vörur sínar og þjónustu.
Veglegir vinningar verða í boði fyrir þá sem taka þátt en fyrir ári tóku tæplega 500 manns þátt í skemmtilegum golfþrautum á golfdegi Kringlunnar og GSÍ. Alls lögðu um 60.000 manns leið sína í Kringluna fyrir ári þegar golfdagarnir fóru fram.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
