Magnús Birgisson, golfkennari, að kenna ungum kylfingi undirstöðuna í SNAG. Mynd: gsimyndir.net Golfdagar hefjast í Kringlunni í dag – SNAG í boði fyrir yngstu kynslóðina!
Nú eru flestir golfvellir búnir að opna eða eru að gera það á næstu dögum, upphaf golfvertíðarinnar er nú fagnað með sérstökum Golfdögum í Kringlunni.
„Golfdagar í Kringlunni eru nú haldnir í annað skipti eftir frábærar viðtökur í fyrra þegar hátt í 60.000 manns lögðu leið sína á golfdaga. Fjölmargar verslanir bjóða golftengd tilboð og laugardaginn 10.maí verður sannkölluð golfhátíð í göngugötu Kringlunnar þar sem afrekskylfingar og golfkennarar verða á svæðinu og gefa góð ráð.
Golfklúbbar og golftengdir aðilar kynna starfsemi sína og bjóða kylfingum ýmis tilboð. Gestum gefst kostur á að taka þátt í keppni um lengsta upphafshöggið auk spennandi púttkeppni og fl. Keppt verður í karla – og kvennaflokki á Blómatorgi. Þar verður komið fyrir stóru netbúri og golfhermi. Ekki þarf að skrá sig til keppni heldur bara mæta, glæsilegir vinningar í boði m.a. utanlandsferð fyrir tvo til Evrópu. Ungu kynslóðinni verður boðið upp á að prufa SNAG golfbúnað sem er sérstaklega hannaður með þarfir þeirra í huga, óhætt er að segja að SNAG hafi slegið í gegn á Íslandi.
Varðandi frekari upplýsingar um Golfdaga SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
