Magnús Birgisson, golfkennari, að kenna ungum kylfingi undirstöðuna í SNAG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2014 | 14:00

Golfdagar hefjast í Kringlunni í dag – SNAG í boði fyrir yngstu kynslóðina!

Nú eru flestir golfvellir búnir að opna eða eru að gera það á næstu dögum, upphaf golfvertíðarinnar er nú fagnað með sérstökum Golfdögum í Kringlunni.

 „Golfdagar í Kringlunni eru nú haldnir í annað skipti eftir frábærar viðtökur í fyrra þegar hátt í 60.000 manns lögðu leið sína á golfdaga. Fjölmargar verslanir bjóða golftengd tilboð og laugardaginn 10.maí verður sannkölluð golfhátíð í göngugötu Kringlunnar þar sem afrekskylfingar og golfkennarar verða á svæðinu og gefa góð ráð.

Golfklúbbar og  golftengdir aðilar kynna starfsemi sína og bjóða kylfingum ýmis tilboð.  Gestum gefst kostur á að taka þátt í keppni um lengsta upphafshöggið auk spennandi púttkeppni og fl.  Keppt verður í karla – og kvennaflokki á Blómatorgi.  Þar verður komið fyrir stóru netbúri og golfhermi.  Ekki þarf að skrá sig til keppni heldur bara mæta, glæsilegir vinningar í boði m.a. utanlandsferð fyrir tvo til Evrópu. Ungu kynslóðinni verður boðið upp á að prufa SNAG golfbúnað sem er sérstaklega hannaður með þarfir þeirra í huga, óhætt er að segja að SNAG hafi slegið í gegn á Íslandi.

Varðandi frekari upplýsingar um Golfdaga SMELLIÐ HÉR: