Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 14:00

Golfbrelluhögg Jamie Sadlowski – Myndskeið

Jamie Sadlowski er einn högglengsti kylfingur heims. Hann hefir m.a. tvívegis sigrað á sleggjumótinu  RE/MAX World Long Drive Championships.

Hér í myndskeiðinu fyrir neðan sjáum við Sadlowski:

– Slá lægsta golfboltann til vinstri úr 12 bolta Callaway golfpakka 260 yard (238 metra) með 3 tré

– Að slá bolta sem rís upp úr 2 lítra kókflösku (sem væntanlega hefir verið hrist).

– Slá bolta 331 yarda (303 metra) á hnjánum

– Slá bolta af stöng í mjaðmarhæð

– Slá bolta í gegnum 3 krossviðsplötur (mismunandi að þykkt).

Sadlowski er alger snillingur og ætti ekki að reyna golfbrelluhögg hans (sérstaklega þessi með krossviðinn – því líklegra en ekki er að hjá flestum endurkastist boltinn – en Sadlowski notar m.a. tannhlíf þegar hann slær gegnum þykkustu krossviðarplöturnar!)

Hér má sjá golfbrelluhögg Jamie Sadlowski SMELLIÐ HÉR: