Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2015 | 12:00

Golfáhrif í húsgögnum

Golf er lífstíll – heilbrigður lífstíll, sem er m.a. ástæða þess að svo margt fólk fellur fyrir þessari íþrótt.

Þegar hinn almenni kylfingur er spurður hvað honum líki best við golfið eru svörin oft býsna svipuð: það er útiveran, tíminn sem hægt er að verja þar með félögunum eða fjölskyldunni, þetta er heilbrigð líkamsrækt, hvetur mann til að gera betur o.s.frv.

Svo eru til kylfingar sem ekki fá nóg af uppáhaldsiðjunni; margir hinna ríkari safna t.a.m. allskyns verðmætum golfminjum árituðum hönskum stórkylfinga verðlaunahafa úr stórmótum eða munum í eigu þeirra og eiga stór söfn af slíkum munum.

Svo eru enn aðrir sem kannski eru ekki haldnir neinni sérstakri safnáráttu en vilja hafa golfið nálægt sér bæði inn á velli og utan þess, jafnvel inni í íbúðum og húsum sínum eða utan þeirra ….. í formi húsgagna.

Hér birtast nokkur dæmi um golfáhrif í húsgögnum, já oft á tíðum hrein „golfhúsgögn“

Mjög algengt er að kylfur eða ýmis efni sem formuð hafa verið í kylfur séu notaðir í standa; t.a.m. lampa -eða borðstanda, eða golfmyndir málaðar á lampa

Kylfur notaðar í lampastand

Kylfur notaðar í lampastand

:

Golfmynd handmáluð á lampa

Golfmynd handmáluð á lampa

Kylfur sem borðstandur

Kylfur sem borðstandur

Enn einn golflampinn

Enn einn golflampinn

Golfkylfur notaðir sem standar undir borð

Golfkylfur notaðir sem standar undir borð

Jafnvel eru heilu settin notuð sem standar undir stofuborð:

Heilt sett undir borði sem standur

Heilt sett undir borði sem standur

Heilt sett undir stofuborði sem standur

Heilt sett undir stofuborði sem standur

Svo er vinsælt að nota golfklúlur t.d.í húsgögn, t.a.m. blómapotta,  ljós eða garðhúsgögn:

Golfkúluljósið

Golfkúluljósið

Golfkúlublómapottur

Golfkúlublómapottur

 Vinsæl garðhúsgögn á verönd eða í garði

Golfklúlan – Vinsæl garðhúsgögn á verönd eða í garði

Golfkúlugarðhúsgögn

Golfkúlugarðhúsgögn

Svo má líka finna handmáluð húsgögn með ýmsum golfmyndum t.d. þennan antíkskáp:

Handmálaður antíkgolfskápur

Handmálaður antíkgolfskápur

Eða kylfur notaðar sem bak í ruggustól:

Golfruggustóll með kylfur sem bak - Er þetta nógu þægilegt???

Golfruggustóll með kylfur sem bak – Er þetta nógu þægilegt???

Eða kylfur sem vínstand ….. o.s.frv. o.s.frv. engin hætta á að kylfingar finni ekki eitthvað við sitt hæfi, þegar kemur að golfhús- gögnum;  Hér er aðeins tæpt á þeim fjölda golfhúsgagna sem til eru.

Golfkylfa, sem vínstandur

Golfkylfa, sem vínstandur