Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2013 | 21:00

Golf sem meðal við sambandsslitum

Við höfum öll heyrt því fleygt að golf geti komið bestu samböndum í spennitreyju (okkur hér á Golf 1 líkar ekki við slíkar sögur), en getur golfleikurinn líka læknað brostið  hjarta?  Svo virðist vera raunin hjá Bruce Jenner.

Tengt efni: Myndir af uppáhalds frægu kylfingunum okkar 

Svo sem fram kom í  People Magazine   er þessi fyrrum gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum og föðurmynd raunveruleikaþáttanna  Keeping up with the Kardashians,  á E! í ágætis formi þrátt fyrir nýlegan skilnað frá eiginkonu sinni til 22 ára, Kris. Svo segir a.m.k. sonur Jenner, Brody og aðspurður hvað valdi góðu skapi föður hans segir Brody að það skaði ekki í þessu sambandi að golf sé enn hluti af lífi hans.

„Við tölum mikið saman. Við töluðum saman nú í morgun,“ sagði Brody Jenner, „og það snýst allt um golf, allt sem við tölum um er um golf.

Ást Bruce Jenner á golfi er vel færð í letur. Hann tók m.a. þátt í Bob Hope Classic mótinu 2010 og 2009 skrifaði hann eftirfarandi grein í GolfDigest. com. Til að sjá greinina SMELLIÐ HÉR:

Það er e.t.v. fyndið að lesa upphaf greinar Bruce Jenner í ljósi golfástar hans í dag, en greinin hefst svona:

„Ég byrjaði ekki að spila golf þar til ég var 50 ára. Konan mín keypti handa mér félagsaðild að Sherwood Country Club í Westlake Village, Kaliforníu í 50 ára afmælisgjöf. Ég veit ekki hvort hún var að reyna að losna við mig að heiman eða var bara hreinlega orðin þreytt á mér eða hvað?