Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 16:20

Golf – ekki bara íþrótt… heldur spegill sálarinnar

Þið hafið eflaust heyrt þetta milljón sinnum: Golfhringur er besta leiðin til þess að kynnast einhverjum.  Eða eins og bandaríski leikarinn Jack Lemmon komst svo fjálglega að orði: „If you think it’s hard to meet new people, try picking up the wrong golf ball!“ (lausleg þýðing: Ef þú heldur að það sé erfitt að kynnast fólki, reyndu að taka upp rangan golfbolta“ (En þetta er nú reyndar útúrsnúningur á efni greinarinnar).

Þessi sannindi (þ.e. að golfhringur sé besta leiðin til þess að kynnast spilafélaganum) hvíla á því að 4-5 tímar af skakklappi um golfvöllinn opinberi okkar innra sjálf. Golfið berar persónuleika okkar eða skort á honum.  Golfið sviptir hulunni af óheiðarleika, er sem rannsóknarstofa þar sem viðfangsefnið er göfgi mannsins undir pressu; Golfið opinberar hversu mikilir og góðir félagar við erum í raun – höfnum við bara spilafélögum og hendum þeim frá okkur eins og ónýtum leikföngum ef okkur mislíkar við þá? Golfið sýnir í raun hversu mikinn félagsþroska og sjarma við höfum til að bera.

M.ö.o. þetta er líkt og að vera undir smásjá þar sem engrar undankomu er auðið.

Eins og íþróttafréttaritarinn frægi Grantland Rice ritaði eitt sinn: „Eighteen holes of match or medal play will teach you more about your foe than will 18 years of dealing with him across a desk.” (Í lauslegri þýðingu: Átján holur í holukeppni eða keppni um medalíu (veittar fyrir höggleik hér áður fyrr) kennir ykkur meira um andstæðing ykkar en 18 ár gegnt honum á skrifstofunni).

Fyrirtæki fara reglulega með starfsmenn, sem þeir hafa í hyggju að ráða út á golfvöll. Það er sagt að yfirmenn spili við undirmenn sína áður en stöðuhækkun er veitt. Faðir fer með verðandi tengdason sinn í golf til þess að sjá hvort varið er í stráksa o.s.frv.

Hélduð þið virkilega að golf snerist bara um að eltast við litla hvíta kúlu og koma henni ofan í holu?

Af ýmsum ástæðum hefir ýmislegt í golfumræðunni orðið til þess að hér á næstu dögum verður fjallað um óíþróttamannslega hegðun úti á golfvelli –

Ofangreint byggist m.a. að hluta á grein í New York Times, (sem er vandað blað – öfugt við New York Post!)