Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 10:00

Golf á Ólympíuleikunum hefst í dag – Rickie mættur!

Í dag hefjast Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro, í Brasilíu, hvað golf snertir.

Keppnin í karlaflokki hefst í dag 5. ágúst 2016 og konurnar keppa viku síðar.

Frá því á Opna breska hefir verið nokkuð hljótt um helstu golfstjörnurnar frá því að Jordan Spieth dró sig úr mótinu, Rory komst ekki í gegnum niðurskurð …. tja og Rickie Fowler gaf öllum Zika vírusum  langt nef og sagðist verða með á Ólympíuleikunum.

Ætlar hann sér ekki að stofna fjölskyldu?, eins og hinir báru fyrir sig… sem ástæðu fyrir að taka ekki þátt? Jú aldeilis.

Og það ætla þeir líka að gera sem streymt hafa til Brasilíu undanfarna daga, kylfingar á borð við Matteo Manassero frá Ítalíu, Bernd Wiesberger frá Austurríki, Sergio Garcia frá Spáni og Daníel Lingmerth frá Svíþjóð, svo fáeinir séu taldir.

Og svo Rikie Fowler fyrir Bandaríkin! 🙂 Hann er mættur til Brasilíu!  Ólympíuveisla í golfi rétt að hefjast …. spurning hvaða þjóð stendur uppi með gullið?