Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 19:30

Golfþjálfun: Vatnsmelónuæfing Bubba Watson – myndskeið

Hvað dettur ykkur í hug þegar þið hugsið um Bubba Watson?

Bleikt skaft á kylfunni hans – bleikur kylfuhaus – dálæti Bubba á bleiku fer að jaðra við Paulu Creamer. Bleiki partur Bubba er eiginlega Angie konan hans, sem eins og hann er forfallinn kylfingur var þar að auki í University of Georgia líkt og Bubba og Brian Harman, nýliðinn á PGA, sem kynntur var hér á Golf 1 í dag.

Angie Watson finnst fátt skemmtilegra en að spila golf við Bubba, eiginmann sinn... og gagnkvæmt Bubba elskar að spila golf með Angie!

Nú er enn eitt nýtt bleikt á döfinni hjá Bubba. Í meðfylgjandi myndskeiði upplýsir sleggjan Bubba, einn högglengsti kylfingur PGA Tour okkur hin hvernig ná megi lengri drævum,  með vatnsmelónuæfingum, en eins og allir vita eru vatnsmelónur bleikar að innan.

Til þess að sjá vatnsmelónuæfingu Bubba Watson smellið HÉR: