Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 09:45

Golfútbúnaður: Samantekt á öllum helstu golfskónum árið 2012

Golf Digest hefir tekið saman lista yfir 24 helstu golfskópör golfsumarsins 2012.  Margar af stjörnum PGA og LPGA hafa prófað þá á undanförnum misserum og hrifist af þeim.  Það sem er í fyrirrúmi hjá golfskóframleiðendum þegar litið er yfir heildina er að hanna létta og þægilega skó. Í flesta skóna er líka beitt nýjustu tækni og rannsóknum til þess að hanna skó sem „anda“ og veita sem mesta grip og stöðugleik, þannig að ekki sé runnið til í sveiflunni. Síðan reynir hver að slá þeim næsta við í smartheitum.  Sjá má golfskóna með því að smella HÉR: