Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 15:00

Golfútbúnaður: Long Tom 2 brautartré frá Cobra – myndskeið

Cobra Long Tom 2 tréð er stórt 240cc brautartré, sem hægt er að slá ógnarlangt með.

Kylfan er líka hönnuð með það í huga þ.e. að ná sem mestri lengd út úr hverju höggi.  Langi Tommi 12,5 gráðu er með 270 gramma 45 tommu léttu skafti og hefir hæsta lengdar/vigtar hlutfall allra brautartrjáa, sem Cobra hefir framleitt.

Á títaníum kylfuhaus Long Tom er beitt E9 tækni Cobra, sem skapar 30% stærra „Sweet Zone“ og eins er ný nálgun viðhöfð á rúll-tækninni.

Þetta er kylfa sem veldur því að þið verðið í eiflífri bið eftir að hollið á undan ykkur hverfi af flöt!

Til þess að sjá kynningarmyndband um Long Tom 2 brautartré frá Cobra smellið HÉR: