Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 10:00

GÖ: Hafdís og Róbert sigruðu í Stóra GÖ

Í gær, 30. júlí 2016, fór fram Stóra GÖ mótið í Öndverðarnesi.

Spilaður var betri bolti – og tveir í liði.

Mótið var innanfélagsmót, en þó þannig að GÖ-meðlimur mátti bjóða með sér gest úr öðrum klúbb og spila með honum.

Þátttakendur að þessu sinni voru 174 eða 87 pör.  Þátttökugjald var 11.000 fyrir parið og vegleg verðlaun fyrir 5 efstu sætin, nándarverðlaun á par-3 brautum, auk þess sem dregið var úr fjölda skorkorta.

Helstu úrslitin urðu þau að sigurvegarar urðu Hafdís Gunnlaugsdóttir og Róbert Sædal Svavarsson með 49 punkta (S-9 23 pkt S-6 17 pkt  S-3 8 pkt)

Í 2. sæti urðu Soffía Björnsdóttir og einnig með 49 punkta en færri punkta á síðusu 6 og 3 holum (S-9 23 pkt S-6 15 punkta S-3 7 pkt).

Í 3. sæti urðu Þórhalla Arnardóttir og Hulda Eygló Karlsdóttir á 47 puntkum (25 18 9).

Í 4. sæti urðu  María Richter og Jón Yngvi Björnsson einnig á 47 punktum (24 17 11).

Og í 5. og síðasta verðlaunasætinu voru Björg og Jón Bergsveinsbörn á 46 punktum (22 15 7).

Sjá má úrslitin í Stóra GÖ í heild með því að SMELLA HÉR: