Góðar minningar fyrir Luke Donald – myndi vilja spila í Melbourne aftur
Nr. 1 á listanum yfir bestu kylfinga heims myndi langa til að spila meira golf í Ástralíu. Það varð enginn ævintýraendir á keppnistímabilinu 2011 á JBWere Australian Masters,ári sem þó er búið að vera Luke Donald svo gott. En engu að síður segist hann fara frá Ástralíu með góðar minningar.
Luke byrjaði lokadaginn í Victoria Golf Club í Melbourne -5 undir pari og á 8 höggum meira en forystan, en Luke lauk leik á +1 yfir pari, 73 höggum í mjög svo hvössum veðurskilyrðum og deildi 12. sætinu með öðrum (s.s. greint var frá hér á Golf 1 í gær).
Þetta var ekki sú tegund golfs sem hefir leitt Luke Donald til sigurs 5 sinnum í Evrópu og Bandaríkjunum 2011, en hinn 34 ára Luke sagðist vonast til að spila meira á sandbeltisgolfvöllunum í Melbourne í framtíðinni.
„Ég skemmti mér hér og ég er viss um að ég kem aftur,“ sagði Donald.
„Ég set þetta líklega á topp-10 þeirra golfvalla sem ég hef spilað frá sjónahóli arkítektúrsins og hönnunar (vallarins).“
„Þetta er meiriháttar golfvöllur og ég myndi gjarnan vilja spila á fleirum af þeim (þ.e. golfvöllunum á sandbeltinu í Melbourne).“
Luke Donald mun nú verja jólunum og nýárshátíðinni með fjölskyldu sinni í Chicago, áður en hann fer til Flórída og undirbýr sig fyrir komandi keppnistímabil 2012.
Luke býst við annasömu ári og hefir fastan augastað á að vinna risamót 2012.
„Ég myndi elska það að sigra á risamóti og verða hluti af þeim hóp, sem það hefir gert,“ sagði Luke.
„Það eru enn hlutar af leik mínum þar sem mér finnst að ég gæti verið sterkari og ég mun vinna að því í jólafríinu og síðan vinna í því að vinna fleiri móti og leggja hart að mér að halda stöðu minni á heimslistanum.“
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
