Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 09:00

Góð golfráð frá Harvey Penick (höfund „Litlu rauðu bókarinnar“)

Hér á eftir fer í lauslegri þýðingu ágæt grein Roger Schiffman, eins ritstjóra Golf Digest:

„Ég var að fara í gegnum nokkur gömul eintök af Golf Digest og rakst þá á eintak af mest selda blaði allra tíma hjá 0kkur (á Golf Digest) maíheftið 1992. Jack Nicklaus var ekki á forsíðunni og ekki heldur Tom Watson eða Lee Trevino eða Greg Norman. Ekki heldur Seve eða Arnie. Og Tiger hafði á þeim tímapunkti unnið fyrsta unglingamót sitt. Nei, maðurinn á forsíðunni var hinn 87 ára Harvey Penick, fyrrum þjálfari University of Texas og yfirkennari í Austin Country Club. Viturleg ráð gamla mannsins, sem færð voru í ritað form með aðstoð Bud Shrake hittu í mark hjá þúsundum lesenda og greinin varð til þess að „Litla rauða bók“ Harvey Penick varð ein af söluhæstu golfbókum allra tíma. Það er erfitt að trúa því að nú séu liðin 20 ár. Snilli Harvey Penick, sem þjálfaði m.a. Ben Crenshaw og Tom Kite, fólst í því að hann var maður fárra orða. Hann ofkenndi aldrei. Hann lét nemendur sína um að komast að lausnunum sjálfir. Hér eru handfylli gimsteina úr greininni sem gætu komið ykkur að notum:

Þarfnast þú hjálpar?

Ef þú spilar illa einn daginn, gleymdu því.  Ef þú spilar illa í næsta skipti líka, þá þarftu að endurskoða grunninn, þ.e. gripið stöðuna, miðið og staðsetningu boltans. Flest mistök eru gerð áður en sveiflað er. Ef þú spilar illa í 3. sinn, farðu til golfkennara.

Setttu púður á boltann

Flestir miðlungsgóðir kylfingar eru ekki vissir um hvaða hluta af kylfuhöggfletinum þeir slá með – hvort heldur um er að ræða pútter, járnin eða dræverinn. Það er mjög auðvelt að komast að þessu. Takið dós af talcum púðri með ykkur á æfingasvæðið eða púttflötina. Setjið púður á boltann. Sláið og lítið á kylfuhöggflötinn. Þið sjáið það strax.

Hvort á að chipp-a eða pitch-a?

Chipp-aðu alltaf þegar:
1. Legan er slæm.
2. Flötin er hörð.
3. Þið eruð í niðurímóti stöðu.
4. Vindurinn kemur til með að hafa áhrif á höggið.
5. Þið eruð stressuð

Pitch-aðu þegar:
1. Legan er góð.
2. Þið þurfið að slá upp í móti.
3. Flatirnar eru mjúkar.
4. Það er hindrun í veginum.

Reglur við æfingar

Æfið ekki fulla sveiflu þegar vindurinn er í bakið á ykkur. Ef þú ert rétthentur þýðir það að vindurinn er frá vinstri til hægri. Því meir sem þú æfir þig með vindinn í bakið þeim mun meiri líkindi eru á að þú sveiflir frá hlið og toppir boltann. Ben Hogan var einn sá fyrsti sem gerði sér grein fyrir þessu. Ben fann sér hluta vallarins þar sem vindurinn var beint framan í hann og frá hvorri hliðinni vinstri eða hægri og þar æfði hann. Ef þjálfað er á móti vindi, notaðu bara venjulegu sveifluna þína, ekki reyna að slá boltann fastar. Og gættu þess að æfa ekki of mörg „punch“ högg. Það er ekki „farið í gegn“ (þ.e. á ens.: „no follow-through“ í „punch“ höggi.

Púttráð

Pútt sem deyr við holuna dettur stundum, en pútt þar sem slegið er of fast hittir kannski holuna og spinnst í burtu. Það eru allt eins mörg pútt sem fara forgörðum aftan við holuna eins og að vera aðeins og stuttur. Bollinn er aðeins 1 þumlungs víður fyrir pútt sem er slegið of hart. Bollinn er hins vegar 4 þumlunga víður fyrir bolta sem deyr við holuna. Mér líkar að sjá pútt smella inn í holuna eins og mús.“

Heimild: Golf Digest