Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 12:00

Góð byrjun hjá Ólafíu Þórunni í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hóf í dag leik í Lalla Aicha Tour School í Marokkó.

Leikið er á bláa velli Royal Golf Dar Es Salam, í Rabat, Marokkó.

Þegar Ólafía er búin að spila 12 holur er hún á 1 yfir pari og er sem stendur í 9. sæti af 51 þátttakanda í mótinu.

Ólafíu til halds og trausts er móðir hennar Elísabet M. Erlendsdóttir.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: