Góð byrjun hjá Ólafi Birni – lék á 69 1. dag!
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi.
Fyrsti hringur var leikinn í gær og lék Ólafur Björn á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum og deilir sem stendur 14. sætinu með 8 öðrum og er í góðum málum að komast áfram á 2. stig úrtökumótsins.
Ólafur Björn var með 4 fugla og 2 skolla á þessum flotta hring.
Um 1. daginn í Hardelot skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína:
„Ég fór vel af stað í úrtökumótinu í Frakklandi í dag, lék á 69 (-2) höggum. Sáttur með spilamennsku dagsins, spilaði stöðugt og flott golf. Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir ítilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun. Fer út kl. 9:19 á staðartíma í fyrramálið.“
Ólafur Björn fer út eins og hann segir hér að ofan kl. 9:19 í dag að staðartíma (sem er u.þ.b. eftir 20 mínútur að íslenskum tíma þ.e. kl. 7:19 og sendum við Ólafi Birni heillaóskir um að honum gangi sem allra best!“
Fylgjast má með Ólafi Birni á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
