Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 10:00

GOB: Sigríður Ingibjörg sigraði á Opnunarmótinu

Opnunarmót GOB var haldið í gær, 18. maí 2014 í Bakkakoti.  Þátttakendur voru 34, þar af aðeins 1 kvenkylfingur.

Og það þurfti ekki fleiri konur til…. sigurvegari mótsins var klúbbmeistari GOB 2013 í kvennaflokki Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir, en enginn var með fleiri punkta en hún!

Helstu úrslit urðu sem hér segir: 

1. sæti: Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir GOB (37 punktar)

2. sæti: Halldór Magni Þórðarson GOB (33 punktar)

3. sæti: Gísli Jónsson GOB (32 punktar, fleiri punktar á seinni 9)

4. sæti: Sigurbjörn Theódórsson GK (32 punktar)

5. sæti: Arnar Bjarnason GR (30 punktar, fleiri punktar á seinni 9)

 

Sigurþór Jónsson, GB, var á besta skorinu 72 höggum.

 

Að gefnu tilefni er tekið fram að kylfingar þurfa að hafa löglega (stjörnumerkta) ESA forgjöf (þ.e. að hafa spilað a.m.k. fjóra hringi til forgjafar undanfarið ár) til að vinna til verðlauna í opnum mótum sem haldin eru á vegum félaga innan Golfsambands Íslands.

Vinningshafar geta vitjað verðlauna í skála frá og með þriðjudeginum 18. maí.