Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2012 | 21:45

GO: Svavar Geir efstur í púttmótaröð Odds – var á 26 glæsilegum púttum!

Á heimasíðu Golfklúbbsins Odds er að finna eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Tuttugu þátttakendur skiluðu inn skorkorti og var ánægjulegt að sjá hversu vel rættist úr mótinu en það byrjaði rólega. Ágóðinn af mótinu og mótaröðinni mun renna í sjóði unglingastarfsins og kunna þau þeim sem lögðu leið sína í Kauptúnið bestu þakkir og vonast til að sjá keppendur og fleirri aftur næsta laugardag.

Fyrirkomulagið verður þannig að 10 umferðir eru leiknar og telja 5 bestu umferðirnar. Úr þessum 5 umferðum verða svo krýndir púttmeistarar karla, kvenna og unglinga (15 ára og yngri). Helstu úrslit úr fyrsta mótinu voru eftirfarandi:

Karlar:
1. sæti   Svavar Geir Svavarsson 26 pútt
2. sæti   Smári Smárason  28 pútt
3. Sæti   Viggó V. Sigurðsson 29 pútt

Konur.
1. sæti  Kristín Eiríksdóttir 29 pútt
2. sæti  Guðmundína Ragnarsdóttir 32 pútt
3. sæti  Edda Erlendsdóttir  33 pútt

Unglingaflokkur:
1. sæti Hilmar Leó Guðmundsson 34 pútt

Við minnum svo á að næsta mót er Laugardaginn 28. janúar frá kl. 10:00 – 14:00 á opnunartíma hússins við Kauptún. Einnig er vert að minnast á púttmót kvenna sem er á dagskrá á miðvikudagskvöldið 25. janúar klukkan 19:30. Fjölmennum og tökum þátt í starfi klúbbsins.“