Það er fallegt í Öndverðarnesinu. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 10:00

GÖ: NTC Open haldið næsta laugardag

NTC OPEN  verður haldið næst komandi laugardag 12.júlí 2014.

Keppnisskilmálar:

Mótið er punktamót þar sem hæst gefin forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar spila af gulum teig og konur af rauðum. Þeir karlar sem eru 70 ára og eldri mega spila af rauðum teig og reiknast þá forgjöf miðaða við þá teiga. Verðlaun eru eingöngu veitt þeim sem hafa löglega stjörnumerkta forgjöf samkvæmt forriti GSÍ.  Aðeins eru veitt ein verðlaun á mann fyrir utan nándarverðlaun.

Verslanir NTC eru ; COMPANYS, Deres, eva, focus, gallerí sautján, gs skór, Karakter, Kultur, Kultur Menn, SMASH, Sparkz, Urban.

Verðlaun verða fyrir fyrstu 5 sætin í punktakeppni ásamt besta skori án forgjafar, nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum og svo verður einnig dregið úr skorkortum í verðlaunaafhendingu að móti loknu.