Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2014 | 10:00

GO: Magnús og Dýrleif Arna sigruðu í Þjóðhátíðar Greensome Golfgleðinni

TIl að koma smá fjölbreytni inn í mótaflóru félagsmanna GO  ákvað mótanefnd GO á vormánuðum að halda mót með ýmsum leikafbrigðum þetta sumarið og því var skellt á með stuttum fyrirvara greensome paramóti sem ræst var út á öllum teigum snemma að morgni þjóðhátíðardagsins.
Morguninn byrjaði með léttum morgunverði sem innifalin var í mótsgjaldi og svo var hópurinn ræstur út á völlinn allir í einu rétt fyrir 9 um morguninn. Spilamennskan gekk með eindæmum vel og kláraðist mótið á 4 klst og þá var sest niður í skálann þar sem biðu grillaðar kræsingar að hætti Nikka og Pálu og þeirra fólks. Að málsverði loknum var svo gengið beint í verðlaunaafhendingu og allir heim um tvö leytið.

Úrslit úr mótinu voru svo eftirfarandi.
1. sæti Magnús Ólafsson og Dýrleif Arna Guðmundsdóttir léku á 67 nettó (39 högg á seinni 9)
2. sæti Valdimar Lárus Júlíusson og Júlíus Thorarensen léku einnig á 67 nettó en seinni níu hjá þeim voru 42 högg
3. sæti Gunnlaugur Magnússon og Margrét Aðalsteinsdóttir léku á 68 höggum nettó.
Nokkur lið voru einnig á 68 höggum nettó en Gunnlaugur og Margrét léku best á seinni níu holunum.

Veitt voru nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta teighögg karla og kvenna: 
Högglengstur í karlaflokki varð Jóhann Helgi Ólafsson
Högglengst í kvennaflokki varð Erla Pétursdóttir

Næst holu verðlaun féllu í skaut eftirfarandi:
Sólveig Guðmundsdóttir 15. braut 1,29 m
Gunnar Sigurðsson 13.. braut
Guðjón Steinarsson 8. braut
Rósa Pálína Sigtyggsdóttir 4. braut
vegalengdir verða uppfærðar hér fljótlega.

Mótanefnd GO þakkar fyrir frábært mót og góðan dag og vonandi endurtökum við leikinn fljótlega.