Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 08:00

GÖ: Leitað að golfvallarstjóra og rekstraraðila fyrir golfskála GÖ

Golfklúbbur Öndverðarness leitar nú að golfvallarstjóra og rekstraraðila fyrir golfskálann.

Golfvallarstjóri.  Leitað er að öflugum og sjálfstæðum einstaklingi sem á gott með að vinna með fólki og hefur reynslu af vallarstjórn og/eða menntun í golfvallarfræðum.  Æskilegt er að viðkomandi hafi til að bera frumkvæði, hæfni til almenns viðhalds á vélum og metnað til að ná árangri í starfi.

Rekstraraðili golfskála. Leitað er að  metnaðarfullum rekstraraðila fyrir golfskálann sem sér um og ber ábyrgð á veitingarekstri og þjónustu klúbbsins við golfara í maí – sept. ár hvert.  Æskilegt er að viðkomandi sé matreiðslumaður og/eða hafi reynslu af veitingarekstri.

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Steinþórsson formaður GÖ í síma 8965865 milli kl 12-14.  Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið allist@internet.is í síðasta lagi 18. janúar.  Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Golfklúbbur Öndverðarness varð 40 ára á síðasta ári og er einn af stærstu og framsæknustu golfklúbbum landsins.  Félagar hafa verið rúmlega 500 undanfarin ár.  Öndverðarnesvöllur er 18 holur og þjónar sívaxandi sumarhúsabyggð í Grímsnesi og nærsveitum.  Um 3.000 sumarhús eru innan 20 mínúta aksturfjarlægðar og einungis tekur tæpa klukkustund að aka til GÖ frá höfuðborgarsvæðinu. Golfskáli GÖ er glæsilegur með vel tækjum búið eldhús og veislusal sem tekur 140 manns í sæti.