Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2012 | 09:30

GO: Laufey Sigurðardóttir vann 1. púttmót GO kvenna

Fyrsta púttmót vetrarins í púttmótaröð GO kvenna fór fram í Kauptúni í Garðabæ í gær, 11. janúar 2012. Kauptún er innanhúsæfingasvæði Odds á móti IKEA. Alls verða haldin 10 mót, það síðasta 12. mars n.k. Fjórum dögum síðar, 16. mars verður púttdrottning Odds krýnd á konukvöldi GO, en 3 bestu skorin af 10 telja hjá hverjum keppenda.

Í gær, á 1. púttmótið mættu 24 konur og sigurvegari kvöldsins var Laufey Sigurðardóttir, GO, sem spilaði 18 holur á 30 glæsilegum púttum.  Næstar á eftir henni urðu:

2.-3.Elsa Dóra Grétarsdóttir 31 pútt.
2.-3.Kristín Einarsdóttir 31 pútt.
4. Sigfríð Runólfsdóttir 32 pútt.