Magnús Birgisson í Kauptúni, inniaðstöðu GO, að kynna nýja SeeMore pútterinn, 19. febrúar 2012. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2012 | 18:00

GO: Kynning Magnúsar Birgissonar, golfkennara, á SeeMore pútternum tókst vel – fleiri kynningar á döfinni

Það var grátt, skýjað og rigningin streymdi niður. En það stöðvaði ekki kylfinga í að koma og fylgjast með kynningu Magnúsar Birgissonar, golfkennara, hjá MP Akademíunni á nýja SeeMore pútternum, í gær sunnudaginn 19. febrúar.

Phill, golfkennari í MP Akademíunni var á staðnum. Mynd: Golf 1.

Kynningin fór fram í Kauptúni, inniaðstöðu GO.

Áhorfendur að fylgajast með kynningu á nýja SeeMore pútternum. Mynd: Golf 1.

Í samtali við Golf 1 sagði Magnús að frábært hefði verið að fá að kynna SeeMore pútterinn. Hann væri sannfærður um að sjálfur pútterinn og einfalda SeeMore aðferðafræðin gæti hjápað kylfingum með púttin. Magnús sagði að þetta hefði verið svo gaman að hann ætlaði sér að vera með fleiri SeeMore kynningar og jafnvel fara með þær út á land.