Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2016 | 18:00

GO: Kvenkylfingar takið 27. maí frá!!!

Hið árlega Soroptimista mót fer fram föstudaginn 27. maí n.k.

Vinningar að venju veglegir og má skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:

Keppt verður í tveimur forgjafarflokkum 0-20,4 og 20,5-36

Veitt verða glæsileg verðlaun í báðum flokkum auk Soroptimistaverðlauna. Þá verða veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg í báðum flokkum, nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins og verðlaun fyrir að vera næst holu á braut 2. í öðru höggi

Fjáröflun vegna golfmóts verður varið í námskeið að veita konum með langvinna geðsjúkdóma tækifæri til að nýta og þroska hæfileika sína. Námskeiðin eru unnin í samvinnu við Hlutverkasetur og geðsvið Landspítala.

Verð er 7.900 kr.