GO: Icelandair einn af styrktaraðilum Evrópumóts kvenna
Icelandair og Golfklúbburinn Oddur undirrituðu fyrr í mánuðnum samstarfssamning sem felur í sér að Icelandair verður einn af stuðningsaðilum Evrópumóts kvennalandsliða í golfi sem fram fer á Urriðavelli í júlí á þessu ári.
Evrópumót kvenna verður stærsta alþjóðlega golfmót sem fram hefur farið á Íslandi til þessa og er mikill heiður fyrir Golfklúbbinn Odd og golfhreyfinguna á Íslandi að standa að baki mótinu. Von er á bestu áhugakylfingum Evrópu til leiks í mótinu.
„Samstarf okkar við Icelandair í kringum Evrópumót kvennalandsliða í golfi í sumar mun hafa mikla þýðingu fyrir Golfklúbbinn Odd og ekki síst Evrópumótið í heild sinni. Þetta er gríðarlega stórt verkefni fyrir okkur hjá Oddi og það skiptir sköpum að njóta stuðnings frá sterkum bakhjörlum líkt og Icelandair. Við væntum mikils af samstarfinu við Icelandair sem hefur verið samstarfsaðili GO um árabil,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds.
Hér má kynna sér Icelandair Golfers en flugfélagið hefur í gegnum tíðina þjónustað kylfinga við að leika golf innanlands sem og erlendis SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
