Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 07:00

GO: Guðjón Reyr og Pétur sigruðu í Golfstöðvar Open 2014

Golfstöðvar Open mótið  fór fram 2014, nú á laugardaginn 28. júní.

Þátttakendur í mótinu voru 110 lið þ.e. 220 kylfingar, sem kepptust m.a um að fara holu í höggi á 13. en í verðlaun fyrir það afrek var Yaris bifreið.

Engum tókst að fara holu í höggi, en sá sem var næstur holu, Sigurður Kristjánsson, sem var 86 cm frá holu fær í sárabót gjafabréf frá Urriðavelli.

Á heimasíðu GO má annars sjá úrslitin í mótinu, en þar segir eftirfarandi:

Það var frábær þátttaka eins og áður í opnum texas mótum á Urriðavelli og góð skor sáust víða á vellinum sem og góð högg. Engin var þó það höggviss á 13. braut að hann færi heim á nýjum Yaris sem hefði verið í verðlaun fyrir það afrek. Við þökkum öllum sem að mótinu komu, samstarfsaðilum, starfsmönnum, styrktaraðilum og að sjálfsögðu keppendum fyrir daginn.
Hér er skjal með röðun á keppendum, ekki var raðað eftir nákvæmu skori eftir 50 sæti sem var verðlaunasæti heldur einungis skori.

  (PDF skjal) Urslit-ur-golfstodvar-open-2014

Úrslit í mótinu
1. sæti Guðjón Reyr Þorsteinsson GKJ og Pétur Pétursson GKJ 59 högg nettó
2. sæti Óðinn Þór Ríkharðsson GKG og Kristófer Orri Þórðarson 60 högg nettó (31 högg seinni 9)
3. sæti Sigurður Örn Einarsson NK og Sindri Már Friðriksson 60 högg nettó (32 högg á seinni 9)
4. sæti Jón Ásgeir Ríkarðsson GK og Fannar Jónsson 60 högg nettó (34 högg á seinni 9)
5. sæti Siggeir Vilhjálmsson GSE og Helgi Birkir Þórisson GSE 61 högg nettó (30 högg á seinni 9)

Önnur sæti verða staðfest síðar
4. BRAUT 3 mán áskrift golfstöðin + Kassi Golfbar  Garðar Kjartansson GO 28 cm
8. BRAUT Vegleg Gjafakarfa Vífilfell + Kassi Golfbar Björn Knútsson GK 1,35 m
13. BRAUT Hola í höggi verðlaun gengu ekki út* Sigurður Kristjánsson 86 cm*
*ekki voru verðlaun fyrir nánd við holu hér en GO býður þeim sem næstur var holu hér gjafabréf á urriðavöll í sárabót
15. BRAUT 3 mán áskrift golfstöðin + Kassi Golfbar Aron Valur Þorsteinsson 79 cm

LENGSTA TEIGHÖGG 9. BRAUT Driver frá Hole in One Aron Snær Júlíusson.“