Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2016 | 09:00

GO: Guðjón með ás!

Guðjón Steinarsson, félagi í Golfklúbbnum Oddi, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut Urriðavallar í dag. Guðjón var við leik í holukeppni GO þegar hann sló draumahöggið sem hans fyrsta á ferlinum.

Ég hef tvisvar áður farið holu í höggi á Ljúflingi en aldrei á stærri golfvelli,“ sagði Guðjón kátur eftir gott dagsverk. „Ég sló höggið með U-kylfunni minni – 94 metra. Boltinn lenti metra fyrir framan holuna og rúllaði í. Þetta var alveg frábær tilfinning.“

Guðjón var tveimur holum niður í holukeppni gegn andstæðingi sínum fyrir draumahöggið á 15. braut en náði að snúa leiknum sér í vil með að vinna næstu þrjár brautir og tryggja sér svo sigurinn á 18. braut. Guðjón er fyrsti kylfingurinn til að fara holu í höggi í sumar á Urriðavelli svo vitað sé.

Golf 1 óskar Guðjóni innilega til hamingju með draumahöggið!