The par-3 13th hole on Haukur Örns favorite golfcourse in Iceland – Urriðavöllur the golfcourse of GC Oddur. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2023 | 18:00

GO: Golfklúbburinn Oddur 30 ára í dag

Golfklúbburinn Oddur fagnar 30 ára afmæli í dag.

Hann var stofnaður 14. júní 1993.

Á heimasíðu klúbbsins segir:

Hugmyndin að stofnun GO var að gefa félögum í Golfklúbbi Oddfellowa (GOF) möguleika á að taka þátt í starfi GSÍ og ekki síður að opna Urriðavöll fyrir golfáhugamönnum. Urriðavöllur er 18 holu, par 71 og óhætt er að fullyrða að völlurinn er með glæsilegri golfvöllum landsins. Auk Urriðavallar býður svæðið upp á 9 holu par 3 völl sem heitir Ljúflingur. Á svæðinu er einnig stórt og gott æfingasvæði (básar), púttvellir og vippgrín til æfinga.“

Golf 1 óskar stjórn klúbbsins og meðlimum hans innilega til hamingju með afmælið!!!

Í aðalmyndaglugga: Par-3 13. brautin á Urriðavelli. Mynd: Golf 1