Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 12:00

GÓ: Góðri vertíð Golfklúbbs Ólafsfjarðar (GÓ) er að ljúka – eftir Rósu Jónsdóttur formann

Veðurfar í sumar var almennt mjög gott og voru kylfingar duglegir að nýta sér það.  Völlurinn (Skeggjabrekkuvöllur) var í góðu standi fyrir utan 2-3 flatir.  Starfsmenn á vellinum voru Ólafur Halldórsson og Halldór I. Guðmundsson og stóðu þeir sig vel.

Ferðamönnum á vellinum er ennþá að fjölga og er það vel fyrir sveitarfélagið.

Í sumar var boðið upp á golfæfingar fyrir börn og ungmenni.  Æfingar voru þrisvar sinnum í viku og stunduðu rúmlega 20 krakkar þær æfingar.  Einnig var boðið upp á byrjenda- námskeið fyrir fullorðna og voru þau vel sótt.  Leiðbeinandi á þessum æfingum var Sigurbjörn Þorgeirsson.

Konukvöldin voru á mánudögum, karlakvöldin á þriðjudögum og svo voru haldin nokkur opin golfmót.  Heldri mennirnir okkar héldu síðan áfram og hittust flesta morgna og léku golf.  Góð þátttaka var í þessum skipulögðu atburðum sumarsins.

Mót sumarsins:

Sigurbjörn Þorgeirsson, klúbbmeistari GÓ 2014. Mynd: Golf 1

Sigurbjörn Þorgeirsson, klúbbmeistari GÓ 2014. Mynd: Golf 1

* Meistaramót GÓ.  Klúbbmeistari karla: Sigurbjörn Þorgeirsson og kvenna Björg Traustadóttir.

Björg Traustadóttir, klúbbmeistari kvenna í GÓ 2014.. Mynd: Í eigu Bjargar

Björg Traustadóttir, klúbbmeistari kvenna í GÓ 2014.. Mynd: Í eigu Bjargar

* Miðvikudagsmótaröðin styrkt af Arionbanka Ólafsfirði var haldin á miðvikudögum í sumar.  Þetta voru stigamót og fjöldi þátttakenda í einstaka mótum var 38.  Stigameistari í puktakeppni forgjöf 26,4 og lægri var Fylkir Þór Guðmundsson og í forgjafarflokki 26,5 og hærri Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir.

* Kvennamót GÓ, punktakeppni með forgjöf, Líney Rut Halldórsdóttir, GR sigraði í flokki kvenna með forgjöf 28 og lægri en Marsibil Sigurðardóttir, GHD sigraði í flokki kvenna með forgjöf 28 og hærri.

* Opna Rammamótið, punktakeppni með forgjöf.  Björn Kjartansson, GÓ sigraði í karlaflokki og Dagný Finnsdóttir, GÓ í kvennaflokki.

Dagný Finnsdóttir, GÓ. Mynd: Í einkaeigu

Dagný Finnsdóttir, GÓ. Mynd: Í einkaeigu

* Minningarmót GÓ, 41 þátttakandi. Ívan Darri Jónsson, GÓ sigraði í karlaflokki og Dagný Finnsdóttir, GÓ, í kvennaflokki.

Ívan Darri, GÓ. Mynd: Í einkaeigu

Ívan Darri, GÓ. Mynd: Í einkaeigu

* Norðurlandsmótaröð unglinga. Höggleikur án forgjafar: Í flokki 17-21 ára sigruðu Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA og Birta Dís Jónsdóttir GHD.  Í 15-16 ára sigruðu Aðalsteinn Leifsson, GA, og Magnea Helga Guðmundsdóttir, GHD.  Í 14 ára og yngri sigruðu Lárus Ingi Antonsson, GA og Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA.  Í 12 ára og yngri sigruðu Mikael Máni Sigurðsson, GA og Maríanna Ulriksen, GSS.  Í byrjendaflokki sigruðu þau Viljar Þór Guðmundsson, GÓ og Anna Karen Hjartardóttir, GSS.

* Opna Kristbjargarmótið.  Punktakeppni með forgjöf: Ívan Darri Jónsson, GÓ, sigraði í karlaflokki og Dagný Finnsdóttir, GÓ í kvennaflokki.

* Karlamót GÓ, punktakeppni með forgjöf.  Fylkir Þór Guðmundsson sigraði í forgjafarflokki 0-24 og í forgjalfarflokki 24-36 sigraði Björn Kjartansson, GÓ.

Fylkir Þór, GÓ og frú.  Fylkir er sigurvegari fjölmargra móta í sumar: m.a í Miðvikudagsmótaröðinni og Karlamóti GÓ 2014. Mynd: Golf 1

Fylkir Þór, GÓ og frú. Fylkir er sigurvegari fjölmargra móta í sumar: m.a í Miðvikudagsmótaröðinni og Karlamóti GÓ 2014. Mynd: Golf 1

Golfklúbburinn heldur árlega stórt barna- og unglingamót í svokallaðri Norðurlandsmótaröð.  53 þátttakendur koma allsstaðar að af Norðurlandi.  Keppt var í 10 flokkum.  Auk þesa stóra unglingamóts voru einnig önnur innanfélagsmót haldin fyrir þau.

Karlasveit GÓ lék  í 2. deild í Sveitakeppni GSÍ, sem haldin var á Kiðjabergi.  Sveit GÓ endaði í 2. sæti og leikur í efstu deild að ári.

Kvennasveit GÓ sem leikur í 1. deild að ári í sveitakeppni GSÍ.

Kvennasveit GÓ, sem keppti á Sauðárkróki.

Sveitakeppni GSÍ, 2. deild kvenna var haldin á Sauðárkróki í ár. Átta sveitir tóku þátt.  Sveit GÓ endaði í 5. sæti.

GÓ sendi sameiginlega drengjasveit með GH, GHD og GSS í Sveitakeppni drengja 15 ára og yngri.

Árleg bæjarkeppni við Dalvíkinga fór fram nú í byrjun september á golfvellinum í Svarfaðardal.  Skemmst er frá því að segja, að við (Ólafsfirðingar) fórum með sigur af hólmi með þó nokkrum mun.

Þegar þetta er ritað, í lok september, er ekki búið að halda hina árlegu bændaglímu, en hún verður haldin 5. október (þ.e. í dag!).  Líkt og undanfarin ár þá verður glæsileg matarveisla að henni lokinni og verður golfsumarið gert upp í því hófi.

Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar.