Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2015 | 14:00

GO: Framkvæmdastjóraskipti á Urriðavelli

Emil Emilsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds eftir rúmlega fimm ára starf. Síðasti starfsdagur Emils var 15. apríl síðastliðinn en hann hefur starfað hjá klúbbnum frá ársbyrjun 2010. Þorvaldur Þorsteinsson tekur við sem framkvæmdastjóri klúbbsins. Hann þekkir rekstur klúbbsins vel og hefur setið í stjórn klúbbsins undanfarin fjögur ár, þar af þrjú ár sem gjaldkeri.

Tími minn hjá Golfklúbbnum Oddi hefur verið mjög ánægjulegur. Ég geng sáttur frá borði og stoltur af því sem hefur áunnist. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu því frábæra fólki sem er í Golfklúbbnum Oddi. Ég vil þakka félögum í Oddi fyrir samstarfið og óska öllum sem koma nálægt þessum frábæra klúbbi góðs gengis,“ segir Emil á þessum tímamótum.

Heimild: Heimasíða GO