Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 10:30

GO: Eyvindur Sveinn og Rögnvaldur sigruðu í Opnunarmótinu

Í gær, 18. maí 2014, fór fram Opnunarmót Golfklúbbsins Odds og var sú breyting gerð að forkeppni fyrir holukeppni GO var innvikluð í mótið.

Virkaði þetta þannig að keppendur skráðu sig í holukeppni í afgreiðslu eða í síðasta lagi við greiðslu á mótsgjaldi í opnunarmótið, keppendur spiluðu svo í opnunarmótinu eins og hefðbundið , en eftir mótið  kemur  mótanefnd til með að raða keppendum inn í holukeppni miðað við fjölda þáttakenda og miðar þar við 64/32/16/8/4/2 þátttakendur eftir því sem við á.

Alls luku 191 manns keppni í mótinu (þar af 77 kvenkylfingar) og stóð Ágústa Arna Grétarsdóttir, GO, sig best af konunum, en hún var með 36 punkta, sem og Guðrún Björg Egilsdóttir, GO og Hulda Hallgrímsdóttir,GO,  sem voru á besta skori af konunum, 90 höggum!

Úrslit í punktakeppnishluta Opnunarmóts GO var annars þessi:

1. sæti Eyvindur Sveinn Sólnes, 44 pkt.

2. sæti Jón Otti Sigurjónsson, 40 pkt.

3. sæti Rögnvaldur Magnússon, 38 pkt.

4. sæti Ingi Þór Hermannsson, 37 pkt.

Klúbbmeistari GO, Rögnvaldur Magnússon var á besta skorinu 72 höggum og forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson , GO & GF, á næstbesta skorinu 75 höggum!