Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2015 | 01:15

GÓ: Dagný Finnsdóttir í Einherjaklúbbinn

Dagný Finnsdóttir, í Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ) vann það afrek  að fara holu í höggi s.l. sumar.

Dagný Finnsdóttir, GÓ. Mynd: Í einkaeigu

Dagný Finnsdóttir, GÓ. Mynd: Í einkaeigu

Nánar tiltekið átti afrekið sér stað 18. júlí 2014 stað á 7. braut Tungudalsvallar á Ísafirði.

Dagný hlaut nú um daginn formlega inntöku í Einherjaklúbbinn er hún fékk viðurkenningarskjal fyrir ásinn (sem sjá má á myndinni hér að neðan).

Viðurkenningarskjal Dagnýjar

Viðurkenningarskjal Dagnýjar

Dagný var mjög dugleg í golfi sl. sumar en fyrir utan að fá ásin var Dagný m.a. í sveit GÓ í sveitakeppni GSÍ (sjá mynd hér að neðan):

Sveit GÓ í sveitakeppni GSÍ 2014

Sveit GÓ í sveitakeppni GSÍ 2014 – Dagný er 2. frá vinstri

Golf 1 óskar Dagnýju innilega til hamingju með ásinn og inngöngua í Einherjaklúbbinn!