Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 07:00

GO: Afkoman jákvæð um 500.000 kr. – Fjölskylduafsláttur samþykktur – Stjórnin endurkjörin

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds fór fram í golfskálanum á Urriðvelli síðastliðið þriðjudagskvöld 2. desember og mættu um 70 félagsmenn á fundinn.

Ingi Þór Hermannsson fór yfir liðið starfsár og lagðar voru fram áherslur í starfi okkar til næstu tveggja ára en hægt er að kynna sér skýrslu stjórnar í ársskýrslu hér. ( ) Í skýrslunni er einnig að finna ársreikning síðasta árs en afkoma ársins var jákvæð um rúma hálfa miljón.

Á fundinum var samþykkt hækkun á árgjöldum fullorðna og eldri borgara um 3500 kr. en barnagjöld haldast óbreytt en mesta breytingin á árgjöldum er að gjöld unglinga lækka.

Fyrir fundinn var lögð tillaga um fjölskylduafslátt og var hún samþykkt samhljóða en hún felur í sér að hvert barn í fjölskyldu umfram það fyrsta greiðir einungis 10.000 fyrir aðild sína að klúbbnum. Þetta felur þá í sér að fjölskylda með t.d. þrjá unglinga á aldrinum 14-16-18 sem áður greiddi 120.000 fyrir sín börn í GO lækkar kostnaðinn um rúmlega helming eða niður í 50.000 sem verður að teljast til hagsbóta fyrir fjölskylduna og vonandi hvetjandi fyrir foreldra og unglinga að stuðla að fjölgun unglinga í golfklúbbnum Oddi.

Stjórn golfklúbbbsins var endurkjörin á fundinum, Ingi Þór Hermannssson formaður til eins árs, Guðmundína Ragnarsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson stjórnarmenn til tveggja ára og Einar Geir Jónsson, varamaður til eins árs. Fyrir sitja áfram í stjórn í eitt ár í viðbót Svavar Geir Svavarsson og Ágústa Arna Grétarsdóttir.

Sjá má myndir frá aðalfundi GO með því að  SMELLA HÉR: