Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2014 | 21:00

Golfgrín á laugardegi

Kaþólski presturinn situr í skriftarstólnum þegar dauðþreyttur golfari kemur í kirkjuna og sest við hliðina á skriftarstólnum, en segir ekki neitt.

Presturinn verður samt var við að golfarinn er eitthvað að brasa, en golfarinn segir enn ekkert.

Loks missir presturinn þolinmæðina og bankar í gluggann til að vita hvort golfarinn ætli ekki að skrifta.

Enn ekkert svar.

Presturinn bankar aðeins harkalegra nú og þá segir golfarinn: „Þetta þýðir ekkert það er heldur enginn pappír hérna meginn.“