Það er fallegt í Öndverðarnesinu. Mynd: Golf 1. GÖ: 37% aukning á spiluðum hringum – veltuaukning um 35% – rekstrarhagnaður um 4 millj.!!! … kom fram á aðalfundi
Aðalfundur GÖ var haldinn miðvikudaginn 2. desember s.l. Fram kom í skýrslu stjórnar að spilaðir voru 37% fleiri hringir á Öndverðarnesvelli en árið áður. 511 félagar eru í GÖ og fjölgaði þeim um 3% milli ára.
Eftir að golfsumrinu lauk hafa verið miklar framkvæmdir í gangi. Unnið er að breytingum á 1. og 11.braut og lýkur þeim snemma í vor. Á fundinum var kynnt nýtt vallarmat sem unnið var af vallarmatsnefnd GSÍ í haust. Leikforgjöf breytist mismunandi eftir teigum en hún hækkar að jafnaði um 2-3 frá því sem var síðasta sumar.
Rekstur klúbbsins gekk vel á árinu. Velta klúbbsins jókst um 35% milli ára og var liðlega 41 milljón kr og rúmlega 4 miljóna kr hagnaður varð af rekstrinum.
Stjórn klúbbsins var endurkjörin en hana skipa Aðalsteinn Steinþórsson formaður, Guðjón Snæbjörnsson, Guðlaug Þorgeirsdóttir, Hannes Björnsson og Knútur Hauksson. Í varastjórn eru Þórhalla Arnardóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson.
Fundurinn samþykkti að hækka árgjöld að jafnaði um 6%. Samþykkt var að hækka gjald einstaklinga óverulega og nýtt árgjald ungmenna 21-25 ára var ákveðið 20.000 kr sem er umtalsverð lækkun eða 1/3 af því sem þessi aldurshópur greiddi áður. Öll ungmenni á aldrinum 16-25 ára greiða því einungis 20.000 í árgjald en gjald fyrir börn 15 ára og yngri er innifalið í hjóna- og fjölskyldugjaldi sem verður 95.000 kr á næsta ári.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
