Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2012 | 10:30

GÖ: Gylfi Þór Sigurðsson sigraði á Opna Classic mótinu í Öndverðarnesinu

Í gær fór fram í Öndverðarnesinu Opna Classic mótið.  Það voru 112 sem tóku þátt í mótinu og 103, sem luku keppni.  Leikfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf.  Það var Gylfi Þór Sigurðsson, GS, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá Hoffenheim og núverandi leikmaður hjá Swansea, sem sigraði á 42 glæsipunktum.  Eins voru veitt nándarverðlaun og dregið úr fjölda flottra skorkortavinninga í mótslok.

Helstu úrslit í punktakeppni með forgjöf voru eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +1
1 Gylfi Þór Sigurðsson GS 13 F 19 23 42 42 42
2 Leifur Viðarsson GOS 12 F 18 22 40 40 40
3 Haukur Jónsson GB 0 F 20 19 39 39 39
4 Jón Jens Ragnarsson 18 F 21 18 39 39 39
5 Guðjón Sigurður Snæbjörnsson 10 F 18 20 38 38 38
6 Kristján W Ástráðsson 9 F 19 19 38 38 38